Af aðalfundi

Stjórn SÍL var öll endurkjörin á aðalfundi sambandsins, eftir stuttar kosningar, en fundurinn var haldinn 6. október. Stjórnina skipa eftir sem áður Vilborg Jónsdóttir, formaður, Ásdís Þórðardóttir, gjaldkeri, Atli Týr Ægisson, ritari, Björn Bergsson og Jón Ingvar Bragason, meðstjórnendur. Á fundinn mættu fulltrúar frá 6 lúðrasveitum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var nýtt merki sambandsins kynnt formlega, auk þess sem ýmis mál voru rædd fram og aftur. Meðal annars var skipuð nefnd til að gera tillögur um lagabreytingar, en lögin eru fyrir löngu orðin úrelt. Í lagabreytinganefdninni eru Vilborg Jónsdóttir, Eggert Jónasson og Ólafur Snorrason. Þeim sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um gang fundarins er bent á að senda póst til sil@sil.is.