Af aðalfundi

Aðalfundur SÍL var haldinn sunnudaginn 19. september í framhaldi af landsmótinu í Vestmannaeyjum. Á fundinn mættu fulltrúar sex lúðrasveita og var öll stjórn sambandsins endurkjörin. Ýmis mál voru rædd á fundinum og má nefna að Lúðrasveit Þorlákshafnar tók að sér að halda næsta landsmót árið 2012 (í kringum mánaðarmótin sept.-okt.).
Fundargerðin frá fundinum verður sett hingað inn fljótlega.