Barnatónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

Það verður fjör í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, laugardaginn 9. febrúar. Þá heldur Lúðrasveit Verkalýðsins sína árlegu barnatónleika.
Að þessu sinni verða krakkar úr Skólahljómsveit Austurbæjar sérstakir gestir og leika nokkur lög á tónleikunum. Óli úr söngleiknum Abbababb lítur við og kynnir tónleikana.
Á dagskrá eru m.a. lög eftir popptónlistarmanninn MIKA, þekkt íslensk lög og leikhúslög auk þess sem að Óli mun syngja með okkur lag úr Abbababb.

Látið sjá ykkur á þessari frábæru skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Listasafni Reykjavíkur þann 9. febrúar. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.