Breytingar á stjórn Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar var haldinn mánudaginn 7. maí. Á fundinum var meðal annars kjörin stjórn fyrir næsta starfsár, auk þess sem ýmis mál voru rædd. Nokkrar breytingar urðu á stjórninni, en Ásgeir Örvar Stefánsson, sem verið hefur formaður sveitarinnar frá 1999, baðst undan endurkjöri. Í stað hans var kosinn Atli Týr Ægisson, sem áður hefur starfað sem ritari. Gjaldkeri var endurkjörin Fjóla Jóhannesdóttir og ritari Irma Þöll Þorsteinsdóttir. Særún Ósk Pálmadóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson voru kosin meðstjórnendur. Varamaður í stjórninni er Ásgeir Örvar Stefánsson.