Fjölskyldutónleikar LR og góðra gesta

Lúðrasveit Reykjavíkur verður 90 ára á þessu ári og er því elsta lúðrasveit á landinu. Lúðrasveitin heldur stórtónleika í Langholtskirkju miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20. Aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára, annars er miðaverđi stillt í hóf, 1.500 kr.

Auk sjálfrar sveitarinnar setja fjölmargir söngvarar svip sinn á tónleikana, bæði kórar og einsöngvarar; Kallakórinn Bartónar, Valskórinn, Margrét Eir Hjartardóttir, Valur Freyr Einarsson og systurnar Steinunn og Áslaug Lárusdætur.

Margrét Eir hefur starfað sem atvinnusöngkona og leikkona á Íslandi í yfir 20 ár. Á þessum árum hefur hún starfað međ helstu tónlistarmönnum landsins, sungið inn á óteljandi plötur sem sólósöngvari. Hún hefur komið fram á mörgum tónleikum þar á meðal með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og verið þátttakandi í tónleikum Frostrósa frá upphafi.

Valur Freyr Einarsson nam leiklist viđ Manchester school of theatre. Eftir útskrift ´95 hefur hann einkum leikið hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Fyrsta söngleikjahlutverkið hans var í Fiðlaranum á þakinu í Þjóðleikhúsinu, hlutverk stúdentsins. Í kjölfarið lék Valur Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni hjá L.R., í Syngjandi í rigningunni, Ronju ræningjadóttur, syngjandi rakara í Kardemommubænum, Leitinni að jólunum auk fjölda annara barna- og söngleikjasýninga. Valur hefur leikið og sungið inn á fjölda teiknimynda og tekiđ þátt í tónlistarviðburðum eins og Maximús músíkús.

Steinunn og Áslaug Lárusdætur léku og sungu í Söngvaseið, í uppfærslu Borgarleikhússins, og taka nú þátt í uppfærslu þeirra á Galdrakarlinum í Oz. Þær hafa báðar stundað tónlistarnám frá unga aldri, fyrst í Krúttakór Langholtskirkju og núna eru þær í tónlistarnámi viđ Skólahljómsveit Vestur- og miđbæjar og læra þar á þverflautu og saxófón. Steinunn og Áslaug hafa báðar unniđ hina rómuðu söngvarakeppni Húnavökunnar á Blönduósi.

Kallakór Kaffibarsins, Bartónar, hefur glatt hjörtu borgarbúa síđastliðin tvö ár með eldheitum og ástríđufullum söng sínum. Kórinn, sem samanstendur af fyrrverandi og núverandi starfsmönnum barsins í bland við fastagesti, hefur m.a. komið fram í auglýsingum og á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Valskórinn er blandaður kór og hefur starfađ í 19 ár. Stofnfélagararnir tengdust allir knattspyrnufélaginu Val á einn eða annan hátt. Kórinn heldur árlega vortónleika og syngur við ýmsar athafnir á vegum Vals.
Einnig hefur hann komið fram á tónleikum með ýmsum kórum.

Á efnisskrá tónleikanna má finna verk á borð viđ A funny thing happened on the way to the forum úr samnefndum söngleik, Animónusöng og Úlfasöng úr Ronju ræningjadóttur, syrpu af lögum úr The Phantom of the Opera og Rent, Strike up the band úr samnefndum söngleik, Someone to watch over me úr Oh Kay, Over the Rainbow úr Galdrakarlinum í Oz, But not for me úr Girl Crazy, On the sunny side of the street úr Lew Leslie’s International Revue og Anthem úr söngleiknum Chess.

Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson, stjórnandi Valskórsins er Bára Grímsdóttir og stjórnandi Bartóna er Jón Svavar Jósefsson.