Hausttónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins næstkomandi laugardag verða með sannkölluðu Klezmer-þema. Eingöngu verður leikin tónlist sem tengist þeirri tónlistarstefnu, en hún er mjög áhugaverð og skemmtileg.
Klezmer tónlist á rætur sínar að rekja til gyðinga í kringum 15. öld. Áður fyrr vísaði klezmer til hljóðfæra og seinna til hljóðfæraleikarana. En það var ekki fyrr en um miðbik eða seint á 20. öld sem að orðið klezmer var notað til þess að skilgreina tónlistarstefnuna sem slíka.
Haukur Gröndal hefur verið sveitinni innan handar við að útsetja klezmerlög fyrir tónleikana en þeir verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 17. nóvember og hefjast kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis.