Jólatónleikar Svansins

Lúðrasveitin Svanur heldur jólatónleika í Ými sunnudaginn 4. des. kl. 20:00. Á tónleikunum verða leikin verk úr ýmsum áttum, Gamlir félagar eftir Árna Björnsson, Danse Macabre eftir Saint-Saens og Sleigh ride eftir Leroy Anderson. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson. Miðaverð er 1.500 kr og hefjast tónleikarnir sem fyrr sagði kl. 20.