Jólatónleikar Svansins

Síung sveit með öflug markmið
Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika 2. desember í Ými tónlistahúsi. Að þessu sinni mun Lúðrasveitin Svanur leika mjög fjölbreytta efnisskrá. Meðal annars mun hljómsveitin leika verk eftir Georges Bizet, William Schuman og Sammy Nestico. Stjórnandi Svansins er Haraldur Árni Haraldsson. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00.
Á tónleikunum verða tvö verk leikin í fyrsta sinn á Íslandi. Það fyrra er túbukonsert í spænskum stíl eftir Kurt Gäble og mun Bjarni Guðmundsson túbuleikari verða einleikari í því verki. Hið seinna er eftir hollenska tónskáldið Kees Vlak. Það verk, sem er í nokkrum köflum, byggir á grískri tónlistarhefð þar sem höfundurinn sækir efnivið sinn til Oddiseifskviðu eftir gríska skáldið Homer.
Einnig mun Svanurinn leika nokkur hressileg jólalög þar sem tónleikana ber upp á fyrsta sunnudag í aðventu.
Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur.