Landsmót nálgast

Eins og vonandi flestir vita núna þá verður 20. landsmót SÍL haldið í Vestmannaeyjum helgina 17.-19. september næstkomandi. Mótið verður haldið með sama fyrirkomulagi og í Þorlákshöfn árið 2008. Stjórn SÍL hefur tekið þátt í skipulagningu mótsins ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja og er dagskráin svohljóðandi:

Föstudagur 17. sept.
19.00 Herjólfur kemur til eyja, fólk kemur sér fyrir á gististað (við vonumst til að sem flestir geti nýtt sér ferð Herjólfs kl. 18.30 frá Landeyjahöfn).
21.00 – 23.00 Nótum dreift og stutt æfing
22.00 Síðasta Herjólfsferð kemur til eyja, fólk sem kemur með þessari ferð mætir beint á æfingu og fær nótur.

Laugardagur 18. sept.
9.00-10.00 Morgunmatur í Akoges
10.00-12.15 Æfing – Sveit A í Hvítasunnukirkjunni
10.00-12.30 Æfing – Sveit B í Hvítasunnukirkjunni
12.15-13.15 Hádegismatur – Sveit A í Akoges
12.30-13.30 Hádegismatur – Sveit B í Akoges
13.15-16.00 Lokaæfing – Sveit A í Hvítasunnukirkjunni
13.30-16.00 Lokaæfing – Sveit B í Hvítasunnukirkjunni
17.00-19.00 Tónleikar í Hvítasunnukirkjunni
20.00-??.?? Hátíðarkvöldverður og dansleikur í Kiwanis

Sunnudagur 19. sept
11.00 Aðalfundur SÍL
Frítt í sund
Herjólfur fer frá Eyjum kl. 9.00, 12.00, 15.00 og 21.00