Landsmót SÍL í Þorlákshöfn 26.-28. september 2008

Eins og allir ættu að vita verður 19. landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita (SÍL) haldið í Þorlákshöfn helgina 26.-28. september 2008. Formleg dagskrá hefst að morgni laugardagsins 27. september og endar með tónleikum daginn eftir.

Mótið verður með öðru sniði en tíðkast hefur, en öllum þátttakendum verður skipt upp í tvær til þrjár sveitir sem æfa á laugardeginum og verður afraksturinn opinberaður á tónleikum daginn eftir.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Laugardagurinn 27. sptember
09:30: Morgunmatur í Ráðhúsi. Landsmót sett og þátttakendum skipt í sveitir
11:00- 13:00: Æfingar í grunnskóla
13:15: Hádegismatur í Ráðhúsi
14:30-16:30: Æfingar halda áfram í grunnskóla
16:45-17:30: Samæfing. 1-2 lög sem allir spila saman
17:30-20:00: Frjáls tími. Upplagt að skella sér í sund en frítt verður í sundlaugina
20:00: Kvöldverður, skemmtun og dansleikur í Ráðhúsi
Skemmtiatriði frá lúðrasveitum
Veislustjóri sér um að ekkert fari úr skorðum
Hljómsveitin Sólon leikur fyrir dansi

Sunnudagurinn 28. september
10:00-12:00: Brunch í Ráðhúsi fyrir þá sem vilja (hver borgar fyrir sig)
12:45: Mæting í íþróttahús
13:30-15:00: Tónleikar í íþróttahúsi

Nánari upplýsingar veita:
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, asaberglind@lhi.is, s. 692 7184
Ágústa Ragnarsdóttir, agustaragnars@simnet.is, s. 897 5818
Jón Óskar Guðlaugsson, jongudl@gmail.com, s. 695 9346