Langelandsgardens Brassband og Lúðrasveit Reykjavíkur með tónleika í Norræna Húsinu

Fimmtudaginn 21.okt kl. 20:00 munu Langelandsgardens Brassband og Lúðrasveit Reykjavíkur halda tónleika í Norræna Húsinu.
Langelandsgardens Brassband er stofnuð 1944 í Langeland á Fjóni, stjórnandi sveitarinnar er Anders Ringgaard.
Þetta eru lokatónleikar LG Brassband hér á landi, en þau hafa verið hér í um viku tíma og leikið víða.
Lúðrasveit Reykjavíkur er stofnuð 1922 og stjórnandi sveitarinnar er Lárus Halldór Grímsson.
Efnisskráin er fjölbreytt, eins og lúðrasveitum er lagið og engum ætti að leiðast á þessum tónleikum.

Aðgangur er ókeypis