Lúðrasveit Hafnarfjarðar í jólaskapi

Laugardaginn 1. desember kl. 16:00 heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Í tilefni þess að tónleikana ber upp á fyrsta dag jólamánaðarins verður meginuppistaða þeirra þekkt jólalög úr ýmsum áttum. Meðal efnis má nefna hafnfirsku jólalögin Jólasveinar ganga um gólf og Jólin koma, bæði eftir Friðrik Bjarnason. Auk lúðrasveitarinnar kemur fram kór, skipaður söngfólki úr Kammerkór Hafnarfjarðar og Kór eldri félaga úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og eru allir velkomnir. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Stefán Ómar Jakobsson.