Lúðrasveit Þorlákshafnar í Hörpu

Lúðrasveit Þorlákshafnar mun bjóða upp á tónleika fyrir alla fjölskylduna 25. febrúar þegar hún leikur í fyrsta sinn í tónlistarhúsi Íslendinga. Kvikmyndatónlist úr öllum áttum verður allsráðandi og mun meðal annars syrpa af lögum úr íslenskum kvikmyndum verða frumflutt. Syrpan var sérstaklega útsett fyrir Lúðrasveit Þorlákshafnar af því tilefni að í febrúar eru 30 ár síđan fyrsta æfing var haldin, en gaman er að segja frá því að sveitin hefur aldrei veriđ stærri en nú, međ 45 virkum meðlimum.

Kynnir á tónleikunum verđur lúđrasveitargæludýrið Halldór Gunnar Pálsson, betur þekktur sem stjórnandi Fjallabræðra, en hann mun sýna á sér nýjar hliðar á þessum tónleikum.

Meðlimir Lúðrasveitar Þorlákshafnar eru fullir af tilhlökkun og vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að koma og njóta þessarar stundar með okkur. Tónleikarnir verða sem fyrr segir 25. febrúar í Norðurljósasal Hörpu kl. 20.00. Þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu sem fimm lúðrasveitir af suðvesturhorni landsins standa að. Miđaverđ er kr. 2000 og fer miðasalan fram á midi.is og harpa.is – sjá nánar á heimasíðu Hörpu.

Stjórnandi Lúðrasveitar Þorlákshafnar er Róbert Darling.