MARSATÓNLEIKAR LÚÐRASVEITARINNAR SVANS OG LÚÐRASVEITAR VERKALÝÐSINS

Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Verkalýðsins halda sameiginlega marsatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 12. október kl. 20.

Á tónleikunum verða marsar af frönskum og norskum uppruna áberandi auk þess sem nýr mars, Snæri, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumfluttur. Snæri er ekki dæmigerður mars og lúðrasveitirnar munu ýmist vefjast tvær saman eða rakna í sundur.

Stjórnendur eru Brjánn Ingason og Kári Húnfjörð Einarsson

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis