Minningartónleikar í Vestmannaeyjum

Ákveðið var á aðalfundi Lúðrasveitar Vestmannaeyja í samráði við stjórnendur litlu lúðrasveitanna, að halda aftur minningatónleika um Hjálmar Guðnason tónlistarkennara,sem lést á síðasta ári. Verða þetta skólatónleikar þar sem fram koma Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Stefáns Sigurjónssonar, Litla Lúðrasveitin og Míni Lúðrasveitin undir stjórn þeirra Eggerts Björgvinssonar og Jarls Sigurgeirssonar. En allar þessar sveitir voru undir stjórn Hjálmars í einhvern tíma og á hann því ansi stóran þátt í því öfluga starfi lúðrasveita hér í Vestmannaeyjum. Tónleikarnir verða haldnir í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum laugardaginn 5 mai nk. Er það von stjórnar Lúðrasveitar Vestmannaeyja að um árlegan atburð verði að ræða, til að heiðra minningu góðs manns og til að efla enn frekar lúðrasveitarstarf í Vestmannaeyjum.