Minningartónleikar í Vestmannaeyjum

Mánudaginn 29. maí kl 20.00 verða haldnir minningartónleikar um Hjálmar Guðnason tónleistarkennara og stjórnanda Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja og fyrrum stjórnanda Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni Vestmannaeyjum. Það var lúðrasveitarfólki í Vestmannaeyjum og víða mikið áfall þegar Hjálmar lést í janúar síðastliðnum og kom þá upp sú hugmynd að halda minningartónleika. Á tónleikunum sameina krafta sína eldri og yngri deild Skólalúðrasveitarinnar og Lúðrasveit Vestmannaeyja en í henni eru margir fyrverandi nemendur Hjálmars. Stjórnandi á tónleikunum verður Eggert Björgvinsson núverandi stjórnandi Skólalúðrasveitarinna. Aðgangseyrir verður kr. 500.