Minningartónleikar LR

Þriðjudaginn 25. nóvember mun Lúðrasveit Reykjavíkur halda minningartónleika um tvo félaga sveitarinnar sem báðir létust fyrr á þessu ári, þá Friðrik Theodórsson og Björn R. Einarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og fara fram í Kaldalónssal Hörpu. Miðaverð 2000 kr.

Á tónleikunum mun Lúðrasveit Reykjavíkur flytja jazz og marsa, auk ýmissa laga útsett af Birni R. Einarssyni. Með Lúðrasveit Reykjavíkur koma fram á tónleikunum Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Sigurður Flosason saxófónleikari, Valgeir Geirsson básúnuleikari og Frank Aarnink ritvélarleikari. Kynnir verður Vernharður Linnet.

Lúðrasveit Reykjavíkur hefur veriđ starfandi síđan 1922 og átt höfuðstöðvar í Hljómskálanum við Tjörnina. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson.