Nomu-námskeið í Noregi

Hið árlega Nomu-námskeið fyrir blásara verður haldið í Noregi dagana 26. júní til 3. júlí næstkomandi. Allir félagar í lúðrasveitum SÍL og SÍSL sem eru 18-25 ára og hafa lokið miðstigi á hljóðfæri sitt mega sækja um þátttöku. Námskeiðið hefur verið haldið árlega síðan 1997 og því geta yngri meðlimir horft fram á veginn og keppt að þátttöku síðar. Það er nauðsynlegt að vera 18 ára á þessu ári til að geta tekið þátt en efri aldursmörk eru eitthvað teygjanleg. SÍL og SÍSL hafa styrkt íslenska þátttakendur til fararinnar. Að þessu sinni hefur SÍL ekki fengið pening úr Tónlistarsjóði og verður því ekki hægt að lofa styrk, nema örlítill ferðastyrkur sem kemur frá NoMU og er greiddur eftirá.

Smellið hér til að nálgast umsóknareyðublað ásamt frekari upplýsingum um námskeiðið.