Ný stjórn SÍL

Aðalfundur SÍL var haldinn sunnudaginn 1. október síðastiðinn. Meðal annars var kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár. Vilborg Jónsdóttir lét af formennsku eftir að hafa setið sem formaður í átta ár og í stað hennar var kosinn Runólfur Eymundsson. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Jón Ingvar Bragason, gjaldkeri, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, ritari og Atli Týr Ægisson, meðstjórnandi.
Á fundinum var m.a. samþykkt að stjórn SÍL tæki að sér að skipuleggja landsmót, sem væntanlega yrði haldið næsta sumar.
Fundargerðina í heild sinni er hægt að lesa hér á síðunni.