Nýárstónleikar Brassbands Reykjavíkur

Brassband Reykjavíkur fagnar nýja árinu með stæl, með sígildum völsum, mörsum og polkum, á tónleikum í Grafarvogskirkju 16. janúar kl 16:00.

Verk Strauss-feðga leika stórt hlutverk á tónleikunum. Þar má nefna Radetzky-mars föðursins og þekkta valsa og polka Johann Strauss yngri, svo sem Dónárvalsinn, Tritsch-Tratsch-polka og Keisaravalsinn. Litli bróðir hans Josef Strauss skýtur einnig upp kollinum. Við flytjum auk þess Florentiner-marsinn sem nýtur sín einstaklega vel í flutningi brassbands.

Aðgangseyrir er 2000 kr en ókeypis fyrir börn undir 18 ára, nema og eldri borgara. Miðasala við innganginn og posi á staðnum.

Stjórnandi sveitarinnar er Jóhann Björn Ævarsson.