Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar

Lúðrasveit Þorlákshafnar kemur fram í hátíðarbúningi og heldur nýárstónleika þann 2. janúar kl. 17 í Ráðhúsi Ölfuss.

Vínartónlist verður í hávegum höfð og leikur lúðrasveitin fræga Vínartónlist í skemmtilegum útsetningum.

Ásamt lúðrasveitinni koma fram:
– Margrét Stefánsdóttir söngkona
– Leikfélag Ölfuss
– Danspör

Lúðrasveitin hefur sjaldan verið í betra formi og telur nú 38 meðlimi.
Stjórnandi er Róbert A. Darling

Aðgangseyrir er 1.500 kr.