Pétur og úlfurinn í Langholtskirkju

Laugardaginn 17. nóvember n.k. verður Lúðrasveit Verkalýðsins með barna- og fjölskyldutónleika í Langholtskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 14.
Á efnisskránni eru verk af ýmsu tagi, sem höfða til barna á öllum aldri. Má þar nefna lagasyrpu úr Lion King, Pétur og úlfurinn, Snert hörpu mína, Öxar við ána og svo verða líka marsar, fúgur og popp.
Við höfum fengið barnavininn Felix Bergsson til liðs við okkur og mun hann kynna tónleikana, jafnframt því sem hann verður sögumaður í Pétur og úlfurinn.
Alls eru um 40 hljóðfæraleikarar í sveitinni og stjórnandi er Tryggvi M. Baldvinsson.
Að venju er enginn aðgangseyrir að tónleikum Lúrðasveitar Verkaýðsins.