Popp/Rokk tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

Lúðrasveit verkalýðsins býður ykkur velkomin á árlega vortónleika sína sem að þessu sinni verða haldnir í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, þann 2. apríl nk.
Þema tónleikanna í ár er popp- og rokktónlist og ætlum við því að flytja lög tónlistarmanna á borð við Lady Gaga, Muse og Queen, svo eitthvað sé nefnt.

Tónleikarnir eru ókeypis og bjóðum við alla fjölskylduna velkomna! 🙂

Hlökkum til að sjá ykkur,
Lúðrasveit verkalýðsins