Stórtónleikar LR og Háskólakórsins

Þriðjudagskvöldið 20. maí munu Lúðrasveit Reykjavíkur og Háskólakórinn leiđa saman hesta sína á stórtónleikum í Neskirkju.
Á tónleikunum verđur flutt tónlist eftir John Williams, Ennio Morricone, Richard Rogers, Stephen Schwartz, Gunnstein Ólafsson og Báru Grímsdóttur. Þar á meðal eru lög úr kvikmyndunum Saving Private Ryan, The Prince of Egypt, Amistad, The King and I og Back to Titanic. Þá verða leikin verk eftir John Williams, sem samin voru í tilefni Ólympíuleika árin 1984 og 1986, og íslensk kórverk eftir Gunnstein Ólafsson og Báru Grímsdóttur.

Lúðrasveit Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan 1922 og átt höfuðstöðvar í Hljómskálanum við Tjörnina. Sveitin heldur að jafnaði þrenna stórtónleika á ári, auk þess ađ taka þátt í ýmsum viðburðum árið um kring. Að þessu sinni verða um 40 manns sem halda uppi stuðinu, auk Háskólakórsins.
Háskólakórinn var stofnađur haustiđ 1972. Kórinn hefur frá upphafi sungið við helstu samkomur Háskóla Íslands auk þess ađ halda sjálfstæða tónleika. Í kórnum syngja nemendur úr öllum deildum og öðrum menntastofnunum á háskólastigi, íslenskir sem erlendir. Kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra verka og kynnt þau innan lands og utan. Kórinn gaf út árið 2011 geisladiskinn Álfavísur í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands

Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson og Gunnsteinn Ólafsson er stjórnandi Háskólakórsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, miðasala er við innganginn og er aðgangseyrir ađeins kr. 2000.