Styrktarfélagatónleikar í Vestmannaeyjum

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur Styrktarfélagatónleika sína fyrir árið 2001 þann 9.mars n.k. en fresta varð þeim síðasta haust vegna verkalls tónlistarskólakennara.
Á efnisskrá eru meðal annars Olympic Fanfare eftir John Williams og syrpa af lögum sem Frank Sinatra hefur gert vinsæl. Einnig verður hluti tónleikanna helgaður lögum Oddgeirs Kristjánssonar en Oddgeir hefði orðið níræður 16.nóvember s.l.
Á tónleikunum munu einnig troða upp Brass Quintett Vestmannaeyja og Hljómsveitin Vinir Óla, með Óla í Laufási fremstan í flokki.
Tónleikarnir verða haldnir í gamla vélasalnum í Listaskóla Vestmannaeyja og hefjast kl. 16.00.
Styrktarfélagar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fá tvo miða á tónleikana en annars er miðaverð kr 1000.
Upplagt er að gera góða helgarferð úr pakkanum því um kvöldið mun síðan hljómsveitin PAPAR leika í Höllinni, einum glæsilegasta skemmtistað landsins.