SVANURINN Í HÖRPU 16. MAÍ 2011

Lúðrasveitin Svanur heldur vortónleika í Eldborg, aðalsal Hörpu, þann 16. maí kl. 20.

Sveitarmeðlimum þótti við hæfi að heiðra minningu fyrrum stjórnanda sveitarinnar og heiðursfélaga, Karls O. Runólfssonar, í hinu glæsta tónleikahúsi og hefja tónleikana með verki hans FANFARE MARS. Lúðrasveitin Svanur hefur leitast við að flytja ný íslensk verk og að þessu sinni verður verkið RÆTUR eftir Veigar Margeirsson frumflutt í útsetningu Tryggva M. Baldvinssonar. Einleikari með sveitinni í verkinu er Sigurður Flosason saxófónleikari sem lék með sveitinni á sínum yngri árum.

Meðal annarra verka sem flutt verða á tónleikunum eru FIRST SUITE IN E FLAT eftir Holst, BOJARENES INNTOGSMARSJ eftir Johan Halvorsen, BESAME MUCHO eftir Consuelo Velázquez og STAR WARS SAGA eftir John Williams í útsetningu Johan de Mey.

Stjórnandi er Brjánn Ingason.

Hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu!

Kveðja, Lúðrasveitin Svanur

Miðasala á www.harpa.is og www.midi.is – miðaverð er 2.500 kr.