Þar sem himin ber við haf

Jónas Sigurðsson tónlistarmađur, í samvinnu við Lúðrasveit Þorlákshafnar, fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Þar sem himin ber við haf. Af því tilefni er blásið til stórfenglegra útgáfutónleika dagana 19. og 20. október kl. 21:00 í Reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöfn. Um er ađ ræða nýtt efni og þematengda upplifun frá tónlistarmanninum Jónasi þar sem hafið spilar stórt hlutverk. Lagið „Þyrnigerðið“, sem hljómað hefur á öldum ljósvakans í sumar og haust, er meðal annars ađ finna á þessari breiðskífu sem verður flutt í heild sinni. Fram munu koma, ásamt Jónasi og lúðrasveitinni, eldriborgaratónlistarbandið Tónar og trix, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, Ómar Guðjónsson á gítar, Kristinn Snær Agnarsson á trommur, Ingi Björn Ingason á bassa og fleiri.

Einstakur viðburđur og upplifun fyrir öll skilningarvit.
Húsið opnar klukkustund fyrir tónleika.
Þetta eru sitjandi tónleikar en sætin eru ekki númeruð.

Miðasala er á midakaup.is
Miðaverđ er 3.500 kr.
Nettilboð á diski: 2.000 kr. Diskurinn er afhentur við innganginn gegn framvísun miða.