Tónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

Laugardaginn 25. mars kl. 14 verða vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stjórnandi er Malcolm Holloway. Leikin verða lög sem tengjast á einn eða annan hátt hetjum, bæði íslenskum og erlendum. Aðgangur ókeypis og allir eru velkomnir. Kaffisala að tónleikum loknum.