Lög

Lög Sambands Íslenskra Lúðrasveita, Samþykkt á aðalfundi 1. október 2016

 1. gr.
  Sambandið heitir Samband Íslenskra Lúðrasveita, skammstafað SÍL, stofnað 21. janúar 1954.
 2. gr.
  Tilgangur sambandsins er, að stuðla að og efla blásturshljóðfæraleik á Íslandi, m. a. með því­:
  1. Að styðja eftir föngum lúðrasveitir þær, sem í­ sambandinu eru.
  2. Að stuðla að námskeiðahaldi og efla alþjóðastarf lúðrasveita eftir því­ sem fjárhagur þess og Ástæður leyfa.
  3. Að gangast fyrir útgáfu handhægra útsetninga fyrir lúðrasveitir, þá einkum eftir Íslenska höfunda.
  4. Að efna til móta þegar tiltækilegt og hentugt þykir.
 3. gr.
  Sambandsfélög geta allar starfandi Íslenskar lúðrasveitir orðið.
 4. gr.
  Umsóknir um inntöku í­ sambandið skulu vera skriflegar og sendast stjórn SÍL fyrir aðalfund.
 5. gr.
  Stjórn sambandsins skulu skipa fimm menn: formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Skulu þeir kosnir á aðalfundi. Í Reykjaví­k og nágrenni skal vera aðalaðsetur og heimilisfang sambandsins. Kosningar gilda til eins árs.
 6. gr.
  Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. október ár hvert. Aðalfund sitja fulltrúar kosnir af lúðrasveitum innan SÍL og á hver lúðrasveit rétt til að senda á aðalfund þrjá fulltrúa.
  Aðalfund skal boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Fundarboði skal fylgja dagskrá aðalfundar. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
  Sá einn getur verið fulltrúi, sem er löglegur félagi í viðkomandi lúðrasveit og hefur umboð stjórnar lúðrasveitarinnar.
 7. gr.
  Á aðalfundi skal formaður gefa skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári, ritari lesa fundargerð síðasta aðalfundar og gjaldkeri leggja fram endurskoðaða reikninga síðasta starfsárs. Reikningsárið er 1. september til 31. ágúst.
  Stjórnin leggur fram tillögur um félagagjald fyrir næsta ár, er miðist við ákveðið gjald á hverja starfandi lúðrasveit.
  Fara skal fram kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
  Þá skulu og tekin til meðferðar önnur mál, sem stjórnin ákveður, eða fulltrúar óska eftir að tekin verði á dagskrá.
  Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum þeirra mála, sem ekki eru sérákvæði um í­ lögum þessum. Atkvæðagreiðsla fer að jafnaði fram með handauppréttingu, en þá skal viðhafa nafnakall, ef þrír atkvæðisbærir fundarmenn krefjast þess.
  Kosning til nefnda eða í­ stjórn skal vera skrifleg, ef uppástungur koma um fleiri en þá, sem kjósa á.
  Fulltrúar einir hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Allir félagar innan Lúðrasveita þeirra, sem í­ sambandinu eru, hafa rétt til setu þar, sem áheyrnarfulltrúar.
 8. gr.
  Stjórnin heldur fundi þegar þörf og ástæður leyfa. Formaður boðar þá.
  Samþykktir stjórnarfunda eru lögmætar séu þrí­r úr stjórn mættir, enda verði þá enginn ágreiningur milli þeirra um afgreiðslu mála, er fyrir fundinum liggja. Sé stjórnin öll mætt, ræður afl atkvæða.
 9. gr.
  Heimilt er stjórninni að sæma menn heiðursmerki sambandsins ef svo stendur á:
  1. Að hlut á að máli félagi sambandsins, sem sýnt hefur frábæran dugnað og fórnfýsi til eflingar og álitsauka þess.
  2. Að hlut á að máli íslenskur maður, þótt ekki sé félagi sambandsins, sem unnið hefur þá gagnsemi í­slensku hljómlistarlí­fi, sem sérstakrar viðurkenningar er verð.
  3. Að sambandið þiggur boð á erlend tónlistarmót, eða er sótt heim af erlendum fulltrúum, sem óhjákvæmilegt þykir að sýna slí­kan virðingarvott.
  Skylt er stjórninni þó að gæta hinnar mestu hófsemi í­ úthlutun heiðursmerkja.
  Allir þeir, sem sæmdir hafa verið heiðursmerki sambandsins, eru um leið kjörnir heiðursfélagar þess og skulu undanþegnir gjöldum þess. Þeir hafa og rétt til fundarsetu á aðalfundi og tillögurétt.
 10. gr.
  Stjórn hverrar lúðrasveitar, sem í sambandinu er, skal árlega senda stjórn SÍL skýrslu um störf hennar og framkvæmdir á síðastliðnu ári og skrá yfir nöfn félaganna. Skýrsla þeessi skal hafa borist stjórninni fyrir aðalfund SÍL.
 11. gr.
  Nú er árgjald ekki greitt fyrir aðalfund, þá missir sú lúðrasveit, sem vangreitt á, rétt til að senda fulltrúa á fundinn, enda hafi árgjaldið árangurslaust verið krafið.
 12. gr.
  Leita skal samþykkis stjórnarinnar um upptöku einkenna. Nú óska tvær eða fleiri lúðrasveitir að taka upp sama einkenni og skal þá stjórnin ákveða hverri veita skuli. Engar lúðrasveitir innan Sambandsins mega bera sömu einkenni né sömu nöfn.
 13. gr.
  Hver lúðrasveit kostar sjálf för sí­na á sameiginleg mót, sem og dvöl, en á rétt á styrk og aðstoð sambandsstjórnarinnar svo sem föng eru á.
  Hver sú lúðrasveit, sem ætlar að taka þátt á­ fyrirhuguðu móti, skal hafa tilkynnt stjórn SÍL þátttöku sí­na ekki síðar en tveimur mánuðum áður en mótið hefst.
 14. gr.
  Úrsögn úr sambandinu skal vera skrifleg og komin i­ hendur formanni fyrir aðalfund, enda sé hlutaðeigandi skuldlaus við sambandið til þess að hún sé gild.
 15. gr.
  Svo lengi, sem minnst þrjár lúðrasveitir vilja halda sambandinu áfram, er ekki heimilt að leggja það niður.
  Nú er sambandinu löglega slitið, og skal þá afhenda menntamálaráðuneytinu eignir þess til varðveislu og ávöxtunar.
  Verði innan 10 ára stofnað nýtt Samband Íslenskra Lúðrasveita, sem starfi á sama eða svipuðum grundvelli, er ráðuneytinu skylt að afhenda því­ eignir þrr, sem hér um ræðir.
  Rísi slí­kt samband ekki upp innan 10 Ára frá því­ að SÍL, er lagt niður, skal ráðuneytið stofna sjóð af eignum þess. Skal verja 2/3 ársvaxta sjóðsins til að styrkja unga, efnilega menn til náms í­ blásturshljóðfæraleik, innanlands eða utan, enda setji þá ráðuneytið sjóði þessum skipulagsskrá. Þessari grein má ekki breyta.
 16. gr.
  Samband Íslenskra Lúðrasveita lýsir yfir algjöru hlutleysi sínu á­ landsmálum.
 17. gr.
  Lögum þessum, nema 15. grein, má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.
  Tillögur um lagabreytingar skulu komnar stjórn sambandsins í­ hendur einni viku fyrir aðalfund.