Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg, Hafnarfirði, mánudaginn 30. apríl kl. 20:30. Á efnisskránni verður meðal annars að finna lög úr sjónvarpsþáttum, dægurlög og sólóstykki. Auk þess verður dagskrá tónleikanna brotin upp, þar sem nokkrir félagar úr lúðrasveitinni spila saman í smærri hópum. Nú er kjörið tækifæri til að mæta á tónleika fyrir þá sem voru of seinir að kaupa miða á tónleikana með Buena Vista Social Club. Aðgangseyri verður stillt í hóf, en miðinn kostar aðeins 500 krónur. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Stefán Ómar Jakobsson.