Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 (gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar) föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00.

Á efnisskránni fer mikið fyrir suðrænum tónum og svítum af ýmsu tagi, meðal annars Svíta nr. 2 fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, þjóðdansasvíta eftir Dmitríj Sjostakóvítsj og lokadansinn úr Estancia eftir Alberto Ginastera. Að sjálfsögðu verða einnig marsar á efnisskránni, m.a. eftir John Philip Sousa, auk þess sem þrír trompetleikarar stíga fram og spila Bugler’s holiday eftir Leroy Anderson.

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Aðgangseyrir er kr. 1000.