Vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins

Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins laugardaginn 28. apríl verða helgaðir fjölbreyttri íslenskri tónlist. Á dagskránni eru gömul og ný íslensk lög, sum hver samin eða sérstaklega útsett fyrir sveitina. Lúðrasveit verkalýðsins er nýkomin frá Washington í Bandaríkjunum þar sem þessi lög voru spiluð á tónleikum sem voru hluti af dagskrá hátíðar sem haldin er árlega í Washingtonborg og nefnist National Cherry Blossom Festival. Nýr stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins, Snorri Heimisson sem nú stjórnar hljómsveitinni á sínum fyrstu tónleikum hérlendis hefur sett saman dagskrá þar sem meðal annars má finna Á Sprengisandi, tónlist úr Latabæ, Rímnadanslög Jóns Leifs og Diskó Friskó.

Tónleikarnir verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis.